Enski boltinn

Fjórtán ára tryggði FH sigur á ÍA | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjórtán ára stelpa tryggði FH sigur á ÍA í nýliðaslag í Pepsi-deild kvenna, en liðin mættust á Akranesi í dag.

Markalaust var í hálfleik, en í hálfleik kom Karólína Lea Vilhjálmsdóttir inn á og hún átti eftir að koma meira við sögu.

Hún skoraði svo sigurmark leiksins eftir einungis níu mínútna leik í síðari hálfleik, en hún slapp í gegn og skoraði framhjá Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttir í marki ÍA.

Lokatölur urðu 1-0, en Karolína Lea er fædd árið 2001 og er því einungis fjórtán ára gömul. Vonarstjarna þar á ferð, en hún er einmitt frænka Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea og íslenska landsliðsins.

Hún var meðal annars fyrirferðarmikil með U17-landsliðinu í síðustu viku þar sem liðið tók þátt á undirbúningsmóti UEFA í Finnlandi.

FH er því komið með þrjú stig, en liðið mætir Breiðablik á þriðjudag á meðan ÍA spilar við Þór/KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×