Fótbolti

Fjórir útisigrar í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandre Lacazette skoraði tvö mörk í öruggum sigri Lyon á AZ Alkmaar.
Alexandre Lacazette skoraði tvö mörk í öruggum sigri Lyon á AZ Alkmaar. vísir/getty
Níu leikjum er lokið í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fjórir þeirra unnust á útivelli.

Ófarir Tottenham í Evrópukeppnum í vetur halda áfram en liðið tapaði 1-0 fyrir Gent á útivelli.

FC Köbenhavn er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Ludogorets. Danirnir gerðu góða ferð til Búlgaríu í kvöld og unnu 1-2 sigur.

Alexandre Lacazette skoraði tvívegis fyrir Lyon sem vann öruggan 1-4 sigur á AZ Alkmaar á útivelli.

Shakhtar Donetsk er fínum málum eftir 0-1 sigur á Celta Vigo í fyrri leik liðanna á Spáni.

Þá tryggði Federico Bernardeschi Fiorentina 1-0 sigur á Borussia Mönchengladbach á útivelli.

Hinir sjö leikirnir í 32-liða úrslitunum hefjast klukkan 20:05.

Úrslit kvöldsins til þessa:

Gent 1-0 Tottenham

Krasnodar 1-0 Fenerbache

Astra 2-2 Genk

AZ 1-4 Lyon

Gladbach 0-1 Fiorentina

Celta Vigo 0-1 Shakhtar Donetsk

Rostov 4-0 Sparta Prag

Ludogorets 1-2 FCK

Olympiakos 0-0 Osmanlispor


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×