Erlent

Fimm slösuðust í sprengingu í Leicester

Kjartan Kjartansson skrifar
Allt tiltækt lið viðbragðsaðila hefur verið kallað út vegna sprengingarinnar. Myndin er úr safni.
Allt tiltækt lið viðbragðsaðila hefur verið kallað út vegna sprengingarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Getty
Verslun og íbúðarhús er sagt hafa eyðilagst í sprengingu í ensku borginni Leicester í kvöld. Fimm slösuðust í sprengingunni að minnsta kosti en mikill viðbúnaður hefur verið hjá viðbragðsaðilinum í borginni. Fjórir eru sagðir í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi og sá fimmti hafi verið fluttur þangað til aðhlynningar.

Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni í Leicester að allt tiltækt lið viðbragðsaðila hafi verið kallað út. Vitni hafa lýst gríðarlegri sprengingu sem heyrðist langa leið.

Ekkert bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða, að sögn fréttastofu Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Slökkviliðið rannsakar nú orsakir sprengingarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×