Erlent

Fjórir særðust í skotárás í Malmö

Atli Ísleifsson skrifar
Um tuttugu skotum var hleypt af og fóru nokkur þeirra inn í íbúð í götunni.
Um tuttugu skotum var hleypt af og fóru nokkur þeirra inn í íbúð í götunni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tveggja manna er nú leitað í sænsku borginni Malmö eftir skotárás sem gerð var í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi þar sem fjórir særðust.

Um tuttugu skotum var hleypt af og fóru nokkur þeirra inn í íbúð í götunni, Censorsgatan, þar sem minnstu munaði að barn yrði fyrir þeim.

Byssumennirnir voru á vespum og var skotunum beint að bifreið sem ekið var um götuna. Fjöldi skotanna bendir til þess að um sjálfvirkar byssur hafi verið að ræða.

Einn hinna fjögurra sem varð fyrir skoti var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Malmö en hinir þrír komu sér þangað sjálfir, að því er segir í umfjöllun Dagens Nyheter. Einn er sagður í lífshættu.

Uppfært 10:45:

DN greinir frá því að einn þeirra sem varð fyrir skoti sé nú látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×