Erlent

Fjórir menn brenndir lifandi af ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Vígamenn samtakanna Íslamskt ríki hafa birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem fjórir menn eru brenndir lifandi. Þetta er enn eitt myndbandið sem samtökin birta af grimmilegum aftökum á föngum.

Mennirnir fjórir voru meðlimir vígahópa sem berjast gegn ISIS í Anbar héraði í Írak. Á myndbandinu má sjá að þeir eru látnir horfa á hvernig meðlimir áðurnefndra hópa fóru með vígamenn ISIS sem voru í haldi þeirra. Þá eru þeir látnir lesa upp yfirlýsingar.

Þá eru mennirnir hengdir upp í keðjur út í eyðimörk með bæði hendur og fætur fyrir aftan bak. Eldsneyti er komið fyrir undir þeim þar sem þeir hanga í lausu lofti og kveikt er í undir þeim.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin birta myndband af því þegar fangar þeirra eru brenndir lifandi. Jórdanskur flugmaður var brenndur lifandi í búri í fyrra. Þar að auki birta samtökin reglulega myndbönd af annarskyns aftökum.


Tengdar fréttir

Loftárásir Jórdana „bara upphafið“

Utanríkisráðherra Jórdaníu segir að loftárásir Jórdaníuhers á stöðvar ISIS séu „bara upphafið að hefndaraðgerðum“ ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×