Viðskipti innlent

Fjórir mánuðir fyrir tollalagabrot: Sagði kanadískar rækjur íslenskar

Atli Ísleifsson skrifar
Hagsmunir ákærða voru augljóslega miklir en fjárhagsleg afkoma hans byggðist á afkomu fyrirtækisins.
Hagsmunir ákærða voru augljóslega miklir en fjárhagsleg afkoma hans byggðist á afkomu fyrirtækisins. Vísir/Getty
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt framkvæmdastjóra útflutningsfyrirtækis sjávarafurða í fjögurra mánaða fangelsi fyrir tollalagabrot. Fullnusta refsingarinnar fellur niður að liðnum tveimur árum  haldi maðurinn almennt skilorð.

Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa látið tollayfirvöldum í té útflutningsgögn og vörureikninga sem fólu í sér rangar yfirlýsingar í mikilvægum atriðum um uppruna rækjuafurða, í tengslum við útflutning fyrirtækisins á afurðunum frá Íslandi inn á innri markað ESB á árinu 2010. Alls var þetta gert í 41 skipti á samtals 334 þúsund kílóum af rækju.

Á reikningum var ranglega tilgreint að rækjuafurðirnar ættu uppruna á Íslandi og þar með uppruna innan hins evrópska efnahagssvæðis, þegar fyrir lá að uppruni þeirra var kanadískur. Nutu þær því tollfríðinda við innflutning á evrópska efnahagssvæðið, þannig að framkvæmdastjórinn kom í veg fyrir að greiða þyrfti tolla af afurðunum við innflutning þeirra. Í raun hefði þurft að greiða 20 prósent  toll við innflutning á rækjuafurðir með uppruna í Kanada. Í dómnum segir að samtals hafi vangreiddir tollar vegna háttsemi ákærða numið um 54 milljóna íslenskra króna.“

„Voru hagsmunir ákærða augljóslega miklir en fjárhagsleg afkoma hans byggðist á afkomu [fyrirtækisins]. Með vísan til alls þessa þykir hæfileg refsing ákærða fangelsi í fjóra mánuði,“ segir í dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×