LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 11:35

Tíu létust í kjölfar hótelbruna í Kína

FRÉTTIR

Fjórir lögreglumenn sinna tuttugu ţúsund manna samfélagi

 
Innlent
10:07 28. FEBRÚAR 2016
Lögreglumenn í Eyjafirđi, ţar međ taliđ Akureyri, hafa miklar áhyggjur af stöđu mála.
Lögreglumenn í Eyjafirđi, ţar međ taliđ Akureyri, hafa miklar áhyggjur af stöđu mála. VÍSIR/PJETUR

Aðalfundur Lögreglufélags Eyjafjarðar samþykkti á dögunum ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af þeim skorti á lögreglumönnum, „sem hefur verið viðvarandi í Eyjafirði síðustu ár.“

Félagið sendi frá sér ályktun þar sem greint er frá því að skorið hafi verið niður í mannafla hjá embætti Sýslumannsins á Akureyri á hrunárunum 2008 til 2011. Segir félagið að framlög til embættisins síðan þá hafi ekki skapað neina möguleika á að ráða menn að nýju. Staðan sé því sú í dag að 4 lögreglumenn eru að jafnaði á útkallsvakt á Akureyri og sinna 20.000 manna samfélagi.

„Félagið telur að þessi fámenni fjöldi lögreglumanna standist engan samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar á landinu. Í sumar verða almennt áfram aðeins 4 lögreglumenn á hverri vakt og því ljóst að vegna sumarleyfa mun sú staða koma upp að tveir fagmenntaðir lögreglumenn verða á vaktinni og tveir afleysingamenn, ómenntaðir. Þetta er algerlega óásættanleg staða. Hún er óásættanleg fyrir þá sem þurfa á þjónustu lögreglunnar að halda og hún er óásættanleg fyrir lögreglumennina út frá öryggissjónarmiðum og álagi,“ segir í ályktun félagsins.

Félagið segir sömuleiðis að í ljósi lélegrar nýliðunar hafi meðalaldur lögreglumanna í Eyjafirði farið hækkandi og sé nú kominn í rúm 48 ár. Á sama tíma fjölgi stöðugt verkefnum lögreglunnar á öllum sviðum en ekki hvað síst með gífurlegri fjölgun ferðamanna.

„Í ljósi þessa lýsir Lögreglufélag Eyjafjarðar yfir áhyggjum af öryggi og velferð félagsmanna sinna og skorar á ráðamenn að taka nú þegar undir mjög hófstilltar tillögur Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um fjölgun lögreglumanna við embættið sem kynntar voru á síðasta ári,“ eins og það er orðað.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, sendi í fyrra erindi til yfirvalda þess efnis að bæta þyrfti að lágmarki við 5 lögreglumönnum á svæðinu. Telur félagið það vera lágmarksviðbót.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fjórir lögreglumenn sinna tuttugu ţúsund manna samfélagi
Fara efst