Erlent

Fjórir létu lífið í áströlskum skemmtigarði

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmtigarðurinn Dreamworld er rétt sunnan við Brisbane á austurströnd Ástralíu.
Skemmtigarðurinn Dreamworld er rétt sunnan við Brisbane á austurströnd Ástralíu. Vísir/AFP
Fjórir létu lífið þegar bát hvolfdi í áströlskum skemmtigarði í morgun. Slysið varð í Dreamworld skemmtigarðinum á Gullnu ströndinni en garðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Ástralíu.

Björgunarlið er enn á staðnum en fregnir herma að slysið hafi átt sér stað í Thunder River Rapids tækjunum þar sem gestir sitja í kringlóttum bátum sem siglt er niður manngert fljót og flúðir.

Tækið hefur verið í notkun frá árinu 1986 og var ekki talið hættulegt enda jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Dreamworld er rétt sunnan við Brisbane á austurströnd Ástralíu.

Í frétt BBC um málið segir að fórnarlömbin hafi verið á fertugs- og fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×