Íslenski boltinn

Fjórir leikir verða sýndir beint í 9. umferðinni | Búið að ákveða fleiri sjónvarpsleiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni eru á toppi deildarinnar.
Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni eru á toppi deildarinnar. Vísir/Ernir
Hraðmótshluta Pepsi-deildar karla lýkur fyrir EM í Frakklandi en nú er búið að ákveða hvaða leikir verða sýndir beint á sportstöðvum 365 þegar Pepsi-deildin fer aftur af stað eftir Evrópumótið.

Alls verða sýndir tíu leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport úr umferðum átta til tíu en fjórir þeirra tilheyra níundu umferðinni.

Níunda umferðin er reyndar svolítið sérstök því liðin sem taka þátt í Evrópukeppnunum spila leiki sína 15. og 16. júní en hin liðin spila leikina sína ekki fyrr en 28. og 29. júní. Stöð 2 Sport munn sýna tvo af þremur leikjum í hvorum pakka.

Ellefu af tólf liðum Pepsi-deildarinnar verða í beinni í þessum þremur umferðum eða öll nema Fjölnir. Níu lið fá tvo leiki í sjónvarpi í þessum umferðum.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki í 8. til 10. umferð Pepsi-deildar karla sem verða sýndir beint.

8.umferð

Fimmtud 23.júní kl.18.00 Stjarnan – ÍBV  

Fimmtud 23.júní kl.19.15 KR – ÍA

Föstud  24.júní kl.20.00 Breiðablik – Valur

Föstud 24.júní kl.22.00 Pepsimörkin

9.umferð

Miðvikud 15.júní kl.18.00 ÍBV – Breiðablik

Fimmtud 16.júní kl. 20.00 Valur – FH

Þriðjud 28.júní kl.19.15 Víkingur Ó – Þróttur  

Miðvikud 29.júní kl.20.00 ÍA – Stjarnan

Miðvikud 29.júní kl.22.00 Pepsimörkin

10.umferð

Laugardagur 9.júlí kl.16.00 FH – Víkingur Reykjavík  

Sunnudagur 10.júlí kl.16.00 KR – Víkingur Ólafsvík  

Mánudagur 11.júlí kl.19.15 Þróttur R – Fylkir

Mánudagur 11.júlí kl.22.00 Pepsimörkin



Það verða einnig sýndir fullt af leikjum í fimmtu til sjöundu umferð sem eru síðustu þrjár umferðirnar fram að Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. Hér fyrir neðan má sjá næstu leiki sem verða í beinni úr Pepsi-deild karla.

5. umferð

Laugardagur 21. maí. 16 kl. 16:00     ÍA - Fylkir

Sunnudagur 22. maí. 16     kl. 20:00       Breiðablik - KR     

Mánudagur 23. maí. 16     kl. 20:00     Stjarnan - FH

6. umferð

Sunnudagur 29. maí. 16     kl. 17:00     Þróttur R. - ÍBV

Sunnudagur 29. maí. 16     kl. 20:00     KR - Valur

Mánudagur 30. maí. 16     kl. 20:00     Stjarnan - Breiðablik

7. umferð

Laugardagur 4. jún. 16     kl. 16:00     ÍBV - KR

Sunnudagur 5. jún. 16     kl. 17:00     Valur - Stjarnan

Sunnudagur 5. jún. 16      kl. 20:00     Breiðablik - FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×