Erlent

Fjórir látnir þegar bátur sökk við Grænland

Atli Ísleifsson skrifar
Báturinn sökk við vesturströnd Grænlands. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Báturinn sökk við vesturströnd Grænlands. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Óskar Páll
Fjórir hafa fundist látnir í dag eftir að bátur sökk við við vesturströnd Grænlands í gær. Að sögn lögreglu var sent út neyðarkall frá bátnum í gærkvöldi, skammt frá Appat, eyðibyggð í Diskoflóa á vesturströnd Grænlands.

Í frétt danska ríkissjónvarpsins segir að þyrla og fleiri bátar hafi verið notaðir við leitina í gærkvöldi sem hafi svo verið haldið áfram í morgun. Morten Nielsen, talsmaður lögreglu, segir að slæmt veður hafi verið til leitar.

Lögregla veit ekki með vissu hve margir hafi verið um borð í bátnum og því verður leit haldið áfram fram eftir degi. Enn á eftir að bera kennsl á hina látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×