Erlent

Fjórir látnir eftir skothríð í Cancun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. vísir/epa
Fjórir létu lífið í skothríð sem braust út við skrifstofur hins opinbera í mexíkósku borginni og ferðamannastaðnum vinsæla Cancun í gær. Árásin var gerð innan við einum sólarhring eftir að fimm voru skotnir til bana á tónlistarhátíð í borginni Playa del Carmen.

Skotunum var hleypt af við húsakynni ríkissaksóknara landsins. Einn lögreglumaður lét lífið í bardaganum og þrír grunaðir árásarmenn, en fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Tilkynnt var um byssuhvelli í verslunarmiðstöð í  Cancun skömmu eftir árásina og var fjölmennt lið lögreglumanna og hermanna sent til þess að rýma verslunarkjarnann og nærliggjandi svæði. Við eftirgrennslan fannst hins vegar ekkert sem renndi stoðum undir að um skothvelli hefði verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×