Erlent

Fjórir ísraelskir hermenn særðust í árás

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður Ísraelshers segir herinn nú rannsaka upplýsingar um að ætlunin hafi verið að ræna ísraelskum hermönnum í árásinni.
Talsmaður Ísraelshers segir herinn nú rannsaka upplýsingar um að ætlunin hafi verið að ræna ísraelskum hermönnum í árásinni. Vísir/AP
Fjórir ísraelskir hermenn særðust eftir árás liðsmanna Hizbollah á bílalest Ísraelshers á landamærum Ísraels og Líbanon fyrr í dag.

Í frétt BBC segir að skotið hafi verið á hersveit Ísraelshers á landsvæðinu Shebaa.

Ísraelsher svaraði árásinni með því að skjóta að minnsta kosti 22 sprengjum yfir landamærin og inn í suðurhluta Líbanon.

Talsmaður Ísraelshers segir herinn nú rannsaka upplýsingar um að ætlunin hafi verið að ræna ísraelskum hermönnum í árásinni.

Mikil spenna hefur verið á svæðinu í kringum landamæri Líbanon, Ísrael og Sýrlands eftir loftárás Ísraelshers á liðsmenn Hizbollah nærri Golan-hæðum fyrir tíu dögum þar sem íranskur hershöfðingi lét lífið.

Uppfært 14:00:

Spænskur friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna sem staddur var í Líbanon lést í árás Ísraelshers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×