Innlent

Fjórir gistu fangageymslu lögreglunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan þurfti að sinna nokkrum verkefnum í nótt.
Lögreglan þurfti að sinna nokkrum verkefnum í nótt. Vísir/GVA
Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir að þessir fjórir einstaklingar hafi verið handteknir vegna heimilisofbeldis, líkamsárásar, ölvunar við akstur og ölvunar á almannafæri.

Eitt umferðaróhapp er skráð hjá lögreglunni eftir gærkvöldið og nóttina en um var að ræða aftanákeyrslu á Suðurlandsvegi við Bláfjallaveg. Lögregla segir að svo virðist vera sem erlendir ferðamenn á bílaleigubíl hafi misst af afleggjaranum upp í Bláfjöll og stöðvað bifreið sína á þjóðvegi 1 með þeim afleiðingum að ekið var aftan á bifreiðina. Engan sakaði en fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með dráttarbifreið.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir upp úr miðnætti grunaðir um ölvun við akstur. Einn var vistaður vegna ástand en hinir tveir lausir eftir sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×