Erlent

Fjórir fánar koma nú til greina sem nýr þjóðfáni Nýja-Sjálands

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þetta eru fánarnir fjórir.
Þetta eru fánarnir fjórir. Vísir/govt.nz
Búið er að ákveða hvaða fjórir fánar koma til greina sem nýr þjóðfáni Nýja-Sjálands. Opinber nefnd valdi fánana fjóra sem koma til greina úr fjölda innsenndra hugmynda. Áður hafði nefndin fækkað fánunum úr rúmlega 10 þúsund í um 40.

Þrír fánanna sem eftir standa eru með burkna á mismunandi grunni en einn fáninn er svartur og hvítur spírall.

Íbúar Nýja Sjálands fá svo tækifæri til að raða fánunum fjórum i´röð eftir því hverjum þeim líkar best við í allsherjar póstkosningu. Á næsta ári verður svo kosið á milli vinsælasta fánans og núverandi fána landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×