Innlent

Fjórir á slysadeild eftir tíu bíla árekstur á Gullinbrú

Frá vettvangi um klukkan 13 í dag.
Frá vettvangi um klukkan 13 í dag. Vísir/Ernir
Tíu bíla árekstur varð að tólf bíla árekstri í brekkunni sunnan við Gullinbrú upp úr klukkan hálf tólf í dag. Fjórir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að tilkynningin hafi borist klukkan 11:43 og voru tveir dælubílar og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang. Talið er að sól hafi blindað ökumenn á leið sinni úr Grafarvogi og upp á Höfða. Þá er einnig hálka á götum borgarinnar.


Umferð um Gullinbrú í suðurátt er beint um Bryggjuhverfið á meðan verið er að draga bíla af vettvangi.Kort/Loftmyndir.is
Eftir áreksturinn var lögreglubíll neðan við slysstað til að beina umferð úr Grafarvogi og úr Bryggjuhverfi. Ekki tókst betur til en svo að ekið var á lögreglubílinn svo alls voru tólf bílar hluti af árekstrum á Gullinbrú á svipuðum tíma.

Verið er að draga bíla af vettvangi þegar þetta er skrifað og gæti það tekið nokkra stund. Gullinbrú í suðurátt er lokuð á meðan en umferð er beint um Bryggjuhverfið.

Uppfært klukkan 15:05

Búið er að opna aftur fyrir umferð um Gullinbrú.

Frá vettvangi á Gullinbrú.Vísir/Egill
Talið er að sólin hafi blindað ökumenn á leið suður Gullinbrú.Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×