Innlent

Fjórir 14 ára Eyjapeyjar stálu neftóbaki, áfengi og sátu að sumbli

Jakob Bjarnar skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. vísir/gva
Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá því að tvö þjófnaðarmál hafi komið til sinna kasta í liðinni viku og var í báðum tilvikum um að ræða fjóra 14 ára drengi. Þeir höfðu stolið neftóbaki og áfengi á tveimur stöðum og sátu við drykkju þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Þeir viðurkenndu þjófnaðinn og er mál drengjanna í meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum.

Þá kom steramál uppá borð lögreglunnar úti í Eyjum í vikunni en um var að ræða sendingu í pósti sem í voru sterar. Viðurkenndi viðtakandi sendingarinnar að vera eigandi efnisins og telst málið upplýst.

Lögreglan greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni og nefnir auk þess tvö umferðaróhöpp og svo er greint frá vinnuslysi sem gerðist 2. október en þá var lögreglan kölluð að HS-veitum en starfsmaður hafði fengið í gegnum sig 11000 volta straum. Straumurinn fór í gegnum líkama mannsins frá hægri hendi og út um vinstra hné, eins og segir í tilkynningunni. Maðurinn brenndist nokkuð og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til aðhlynningar.

Helstu verkefniLögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og sinnti hinum ýmsu verkefnu sem upp komu. ...

Posted by Lögreglan í Vestmannaeyjum on 5. október 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×