SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Fjórđungur ósáttur viđ gengisţróun krónunnar

 
Viđskipti innlent
10:30 15. MARS 2017
Einungis 9,2 prósent svarenda úr mannvirkja- og byggingariđnađi voru ósátt viđ gengisţróun krónunnar.
Einungis 9,2 prósent svarenda úr mannvirkja- og byggingariđnađi voru ósátt viđ gengisţróun krónunnar. VÍSIR/VILHELM

Um 25 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins (SI) segja styrkingu krónunnar koma illa við rekstur þeirra. Fyrir ári var hlutfallið 18 prósent og meta færri félagsmenn það svo að gengisþróunin hafi jákvæð áhrif.

Þetta kemur fram í nýrri netkönnun SI. Samkvæmt henni eru um 36 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan samtakanna ánægð með gengisþróunina í samanburði við 42 prósent í sambærilegri könnun fyrir ári. Áberandi er hversu stórt hlutfall þeirra fyrir­tækja sem eru í hugverkaiðnaði, framleiðslu og matvælaiðnaði segja þróunina koma illa við sinn rekstur. Um 63,3 prósent forsvarsmanna fyrirtækja í hugverkaiðnaði sögðu hana koma frekar eða mjög illa við reksturinn. Hjá framleiðslu- og matvælafyrirtækjum voru 42,5 prósent á sömu skoðun.Samkvæmt tölunum er augljóst að sterk tengsl eru á milli þess hversu mikið vægi útflutningur hefur í rekstrinum og þess hvernig þetta hittir menn fyrir.


Almar Guđmundsson, framkvćmdastjóri Samtaka iđnađarins.
Almar Guđmundsson, framkvćmdastjóri Samtaka iđnađarins.

„Þessar niðurstöður segja okkur það að öll iðnfyrirtæki sem eru í útflutningi kvarta sáran yfir stöðunni. Við höfum miklar áhyggjur af því og finnum að menn eru að bregðast við og færa starfsemi að minnsta kosti að hluta til úr landi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn.

Gengi evru var um 120 krónur og dollars um 114 þegar könnun SI var gerð. Um ellefu prósent félagsmanna sögðu þróunina koma sér mjög illa og fjórtán prósent frekar illa. Svarið hvorki né átti við um 37 prósent svarenda og 27 prósent svöruðu „frekar vel“. Einungis níu prósent voru mjög ánægð með þróunina og tvö prósent svarenda neituðu að gefa upp afstöðu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Fjórđungur ósáttur viđ gengisţróun krónunnar
Fara efst