Innlent

Fjórðungur á sinfóníutónleika

Mikil fjölgun ásókn í tónleika.
Mikil fjölgun ásókn í tónleika. Vísir/Haraldur
79 þúsund gestir sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á síðasta ári.

Það jafngildir því að um fjórðungur landsmanna hafi sótt sinfóníutónleika í fyrra. Þar af voru gestir á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands um 76.500 manns á móti ríflega 2.600 gestum á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hagstofa Íslands telur fjölda áheyrenda á innlenda tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands vafalaust skýrast að miklu leyti af tilkomu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×