Sport

Fjórði bróðirinn sem verður meistari í hnefaleikum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Boxbræðurnir fjórir.
Boxbræðurnir fjórir. Vísir/getty
Callum Smith, 25 árs gamall boxari frá Liverpool, varð í gær breskur meistari í millivigtar-flokki í hnefaleikum eftir að hafa rotað Rocky Fielding í titilbardaganum.

Smith var með gríðarlega yfirburði í bardaganum en hann sendi Fielding þrisvar í gólfið á fyrstu þremur lotunum og tryggði sér sigurinn í þriðju lotu. Var þetta átjándi bardagi Smith en hann er ósigraður í hringnum.

Smith fylgdi með sigrinum í gær fótspor bræðra sinna en allir fjórir bræðurnir, Callum, Paul, Stephen og Liam hafa orðið breskir meistarar í sínum þyngdarflokk í hnefaleikum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×