Fótbolti

Fjórða tapið í röð hjá Glódísi Perlu og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís í búningi liðsins.
Glódís í búningi liðsins. vísir/heimasíða eskilstuna
Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Eskilstuna United töpuðu sínum fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Piteå í kvöld.

Leikið var í Piteå, en Eskilstuna hefur ekki unnið síðan 29. maí. Síðan þá hefur liðið gert eitt jafntefli og tapað fjórum leikjum. Þær hafa stimplað sig úr toppbaráttunni.

June Pedersen og Irma Helin skoruðu mörk Piteå, en þau komu í sitthvorum hálfleiknum áður en Mimmi Larsson klóraði í bakkann fyrir Eskilstuna níu mínútum fyrir leikslok.

Piteå er í þriðja sæti deildarinnar eftir leikinn í kvöld, en Eskilstuna er í því fjórða.

Glódís spilaði allan leikinn í vörn Eskilstuna, en hún hefur leikið allar mínúturnar í mótinu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×