FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 23:30

Nowitzki hermdi eftir furđuvíti Zaza | Myndband

SPORT

Fjórar sjálfsvígsárásir í Kamerún í dag

 
Erlent
22:24 25. JANÚAR 2016
Fjórar sjálfsvígsárásir í Kamerún í dag
VÍSIR/AFP

Að minnsta kosti 35 eru látnir og 65 særðir eftir fjórar sjálfsvígsárásir sem gerðar voru í bænum Bodo í norðurhluta Kamerún í dag. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en yfirvöld segjast sannfærð um að vígasveitir Boko Haram beri ábyrgð á þeim.

Árásirnar voru allar gerðar með skömmu millibili – tvær þeirra á fjölförnum markaði í bænum, sem er skammt frá landamærum Nígeríu.

Fimm sjálfsvígsárásir hafa verið gerðar í norðurhéruðum Kamerún í þessum mánuði. Fimm lágu í valnum í síðustu viku eftir árás fjórtán ára drengs á mosku, en hann er jafnframt talinn hafa verið á vegum Boko Haram.

Fjölmörgum börnum hefur verið rænt af liðsmönnum samtakanna undanfarin ár og þau þvinguð til að berjast fyrir þau. Þá hafa börn verið hneppt í kynlífsánauð og stúlkur þvingaðar í hjónaband.

Samtökin hafa sig mikið í frammi á landamærum Nígeríu og Kamerúns. Stjórnvöld reyna hvað þau geta til að stemma stigu við árásum í landinu og fjölgað mikið í stjórnarher landsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Fjórar sjálfsvígsárásir í Kamerún í dag
Fara efst