FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 20:07

Sigurđur Egill međ ţrennu og Valsmenn međ fullt hús

SPORT

Fjórar sjálfsvígsárásir í Kamerún í dag

 
Erlent
22:24 25. JANÚAR 2016
Fjórar sjálfsvígsárásir í Kamerún í dag
VÍSIR/AFP

Að minnsta kosti 35 eru látnir og 65 særðir eftir fjórar sjálfsvígsárásir sem gerðar voru í bænum Bodo í norðurhluta Kamerún í dag. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en yfirvöld segjast sannfærð um að vígasveitir Boko Haram beri ábyrgð á þeim.

Árásirnar voru allar gerðar með skömmu millibili – tvær þeirra á fjölförnum markaði í bænum, sem er skammt frá landamærum Nígeríu.

Fimm sjálfsvígsárásir hafa verið gerðar í norðurhéruðum Kamerún í þessum mánuði. Fimm lágu í valnum í síðustu viku eftir árás fjórtán ára drengs á mosku, en hann er jafnframt talinn hafa verið á vegum Boko Haram.

Fjölmörgum börnum hefur verið rænt af liðsmönnum samtakanna undanfarin ár og þau þvinguð til að berjast fyrir þau. Þá hafa börn verið hneppt í kynlífsánauð og stúlkur þvingaðar í hjónaband.

Samtökin hafa sig mikið í frammi á landamærum Nígeríu og Kamerúns. Stjórnvöld reyna hvað þau geta til að stemma stigu við árásum í landinu og fjölgað mikið í stjórnarher landsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Fjórar sjálfsvígsárásir í Kamerún í dag
Fara efst