Lífið

Fjórar íslenskar hljómsveitir spila á Hróarskeldu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Karin söngkona Young Karin
Karin söngkona Young Karin vísir/ernir
Íslensku sveitirnar Vök, Young Karin, Kippi Kaninus og The Vintage Caravan munu koma fram á dönsku tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í sumar. Hátíðin fer fram 27. júní til 4. júlí.

Í dag luku aðstandendur hátíðarinnar við að tilkynna hvaða  hljómsveitir það verða sem spila á hátíðinni. Alls 88 nöfnum var bætt við listann og voru íslensku hljómsveitirnar á meðal þeirra. Í fyrra var Samaris eina íslenska sveitin sem lék á hátíðinni og árið þar áður var engin sveit frá Íslandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×