Íslenski boltinn

Fjör í Reykjaneshöllinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Sveinsson skoraði gegn sínum gömlu félögum í Reykjaneshöllinni í kvöld.
Hörður Sveinsson skoraði gegn sínum gömlu félögum í Reykjaneshöllinni í kvöld. vísir/daníel
Keflavík og Valur skildu jöfn, 3-3, í miklum markaleik í Lengjubikarnum í kvöld. Leikið var í Reykjaneshöllinni.

Staðan var 2-2 í hálfleik. Sindri Snær Magnússon kom Keflavík yfir en Valsmenn komust yfir með mörkum frá fyrirliðanum Hauki Pál Sigurðssyni og Andra Fannari Stefánssyni. Hörður Sveinsson jafnaði metin í 2-2 fyrir hálfleik.

Andri Adolphsson, einn af nýju leikmönnunum í liði Vals, kom Hlíðarendapiltum yfir í seinni hálfleik en varamaðurinn Sigurbergur Elísson tryggði Keflvíkingum stig með marki átta mínútum fyrir leikslok.

Keflavík er með sjö stig í 2. sæti riðils 3, tveimur stigum á eftir toppliði ÍA sem mætir Grindvíkingum á laugardaginn. Valsmenn eru hins vegar í 4. sæti riðilsins með fimm stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×