Innlent

Fjör í Fjölskyldu og húsdýragarðinum

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Fjölmargir gerðu sér leið í Laugardaglinn í dag en um 3500 manns heimsóttu garðinn í dag og var mikil röð við innganginn rétt áður en tónleikarnir hófust.

Garðurinn fagnar í ár 25 ára afmæli og því var blásið til tónlistarveislu í tilefni Verslunarmannahelgarinnar.

Hljómsveitin Amaba Dama steig á stokk ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni sem tróð svo upp með Jack Magnet Quintet og söngkonunum Dísu, dóttur sinni og Glowie sem slegið hefur í gegn í sumar með laginu No More.

Ungir sem aldnir nutu sín í veðurblíðunni í garðinum undir dillandi tónum.

„Það er bara dásamleg stemming. Það er alltaf jafn gaman að vera hérna í Laugardalnum, Fjölskyldu og húsdýragarðurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og svo mörgum öðrum sem að við sjáum hérna í dag. Hér hafa verið haldnir tónleikar í gegnum tíðina og alltaf eftirminnanlegt og mikil stemming,“ segir Jakob Frímann Magnússon. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×