Innlent

Fjölskylduhjálp auglýsir eftir plastpokum

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjölskylduhjálp gefur um 30.000 matargjafir á ári.
Fjölskylduhjálp gefur um 30.000 matargjafir á ári. Vísir/GVA
Samtökin Fjölskylduhjálp, sem gefa yfir þrjátíu þúsund matargjafir á ári, glíma um þessar mundir við skort á haldaplastpokum sem notaðir eru við gjafirnar. Í ár barst lítið af pokum frá Plastprent, sem gefið hefur gallaða poka undanfarin ár.

„Við þurfum að koma því á framfæri til allra þeirra er leita eftir mataraðstoð hjá okkur að þeir hinir sömu komi með töskur eða poka undir matvælin,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, í tilkynningu. 

Jafnframt er biðlað til allra sem geta að safna plastpokum og koma með í Iðufell 14 í Breiðholti. Opið er í húsakynnum samtakanna frá 13 til 18 alla virka daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×