Erlent

Fjölskylda leigubílstjóra sem lést í drónaárás kærir Bandaríkjastjórn

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ekki var mikið eftir af leigubílnum eftir drónaárásina.
Ekki var mikið eftir af leigubílnum eftir drónaárásina. Vísir/Getty
Fjölskylda leigubílstjórans Mohammad Azam sem lést í dróna árásinni sem felldi Mullah Mansoor leiðtoga Talibana í síðustu viku hefur kært bandarísk stjórnvöld fyrir morð. Leigubíllinn var sprengdur í loft upp fjórum klukkustundum eftir að Mullah Mansoor steig upp í bílinn við landamæri Írans. Talið er að hann hafi verið á leiðinni til Quetta í Pakistan. Akstursleiðin er sex klukkutíma löng en dróninn réðst ekki að bílnum fyrr en hann var kominn langleiðina á áfangastað.

Fjölskylda Azam segir engan hafa komið sér í samband við þau varðandi skaðabætur. Azam hafði unnið í átta ár við að keyra leigubíl í Taftan sem er lítill bær við landamæri Pakistan og Íran.

Eldri bróðir leigubílstjórans segir hann hafa séð fjölskyldunni alfarið fyrir innkomu og að fjölskyldan nái nú ekki endum saman. Azam sá fyrir eiginkonu sinni, fjórum börnum og bróður sínum sem er fatlaður.

Lesa má ítarlega grein um málið á vef The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×