Innlent

Fjölskylda Benjamíns beðin afsökunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Eygló Guðmundsdóttir og sonur hennar Benjamín Nökkvi Björnsson í Íslandi í dag.
Eygló Guðmundsdóttir og sonur hennar Benjamín Nökkvi Björnsson í Íslandi í dag. Vísir
Vísir vill biðja fjölskyldu Benjamíns Nökkva Björnssonar afsökunar á því að hafa skrifað frétt upp úr minningarorðum móður Benjamíns, Eyglóar Guðmundsdóttur, án hennar samþykkis. Eygló ritaði hjartnæman pistil á sænsku síðuna Merorgandonation en á síðunni er vakin athygli á mikilvægi líffæragjafar.

Benjamín gekkst tvívegis undir beinmergsskiptaaðgerð og var frá árinu 2014 á biðlista eftir nýjum lungum eftir að hafa greinst með lungnasjúkdóm árið 2010. Ekki tókst að finna líffæragjafa áður en Benjamín lést þann 1. maí síðastliðinn.

Ekki var haft samband við Eygló við skrif fréttarinnar sem voru mistök. Blaðamaður og aðstoðarritstjóri 365 miðla hafa átt góðan fund með Eygló í kjölfarið þar sem farið hefur verið yfir málið.

Uppfærða grein má lesa hér: Minna á mikilvægi líffæragjafa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×