Handbolti

Fjölnismönnum tókst ekki að komast upp í kvöld | Myndir frá sigri Selfyssinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Selfyssingar eru enn á lífi í umspili um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta eftir 34-33 sigur á Fjölni í tvíframlengdum leik í Dalhúsum í Grafarvoginum í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Dalhúsum í kvöld og má sjá myndir frá honum hér fyrir ofan.

Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo fyrstu leikina og gátu tryggt sér sæti í Olís-deildinni með sigri í kvöld en nú verður fjórði leikurinn á Selfossi á sunnudaginn.

Fjölnir vann fyrsta leikinn 33-30 og fylgdi því síðan eftir með 23-20 sigri á Selfossi þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir í hálfleik. Selfyssingar voru hinsvegar ekki á því að láta sópa sér út.

Teitur Örn Einarsson tryggði Selfossliðinu fyrri framlenginguna með marki á síðustu sekúndu leiksins en staðan var aftur jöfn, 29-29, eftir fyrstu framlenginguna.

Selfoss náð tveggja marka forystu í báðum framlengingunum en í þeirri seinni hélt liðið út og tryggði sér fjórða leikinn.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur hjá Selfossi með tíu mörk og Elvar Örn Pálsson skoraði fim mörk.

Sveinn Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Fjölni og þeir Kristján Þór Karlsson og Björgvin Páll Rúnarsson voru báðir með sex mörk.

Það var mikið tekist á í Dalhúsum í kvöld og alls fóru Selfyssingarnir Árni Guðmundsson og Sverrir Pálsson fengu báðir rauð spjöld.

Stjarnan vann deildina og fór beint upp en sigurvegarinn úr þessu einvígi Fjölnis og Selfoss fylgir Garðabæjarliðinu upp í Olís-deildina. Þau munu taka sæti Víkings og ÍR sem féllu úr Olís-deildinni í vor.



Fjölnir - Selfoss 33-34 (25-25, 29-29)

Mörk Fjölnis: Sveinn Jóhannsson 7, Kristján Þór Karlsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 6, Kristján Örn Kristjánsson 5, Sveinn Þorgeirsson 2, Bergur Snorrason 1, Breki Dagsson 1, Bjarki Lárusson 1.

Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 10, Elvar Örn Pálsson 5, Atli Kristinsson  4, Andri Már Sveinsson 4, Guðjón Ágústsson 3, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 3, Örn Þrastarson 2, Sverrir Pálsson 2, Hergeir Grímsson 1, Árni Guðmundsson 1.

Teitur Örn Einarsson var öflugur í kvöld.Vísir/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×