Íslenski boltinn

Fjölnir selur Aron til Tromsö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron mun leika í Noregi næstu þrjú árin.
Aron mun leika í Noregi næstu þrjú árin. vísir/valli
Fjölnir hefur selt Aron Sigurðarson til Tromsö í Noregi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fjölni.

Þar segir einnig að kaupverðið sé trúnaðarmál og samhliða sölunni á Aroni hafi félögin gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem felur m.a. í sér að Fjölnir muni senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Tromsö.

Aron skrifaði undir þriggja ára samning við Tromsö sem endaði í 13. sæti norsku 1. deildarinnar í fyrra.

Aron hefur leikið með Fjölni allan sinn feril en hann skoraði sex mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra.

Aron, sem verður 23 ára á árinu, skoraði í sínum fyrsta A-landsleik gegn Bandaríkjunum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×