Handbolti

Fjölnir nálgast Olís-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn skoraði sex mörk á Selfossi.
Kristján Örn skoraði sex mörk á Selfossi. vísir/ernir
Fjölnismenn færast nær sæti í Olís-deild karla eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Selfossi á útivelli í öðrum leik liðanna um sæti í efstu deild að ári.

Fjölnir leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili.

Liðin mætast í þriðja sinn í Dalhúsum á föstudaginn en leikurinn hefst klukkan 19:30.

Unglingalandsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í liði Fjölnis með sex mörk en Sveinn Þorgeirsson kom næstur með fjögur.

Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Selfyssinga sem eiga erfitt verkefni fyrir höndum að koma til baka eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum.

Mörk Selfoss:

Teitur Örn Einarsson 6, Hergeir Grímsson 4, Andri Már Sveinsson 4, Þórir Ólafsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Atli Kristinsson 1, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1.

Mörk Fjölnis:

Kristján Örn Kristjánsson 6, Sveinn Þorgeirsson 4, Brynjar Loftsson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Sveinn Jóhannsson 2, Bjarki Lárusson 2, Kristján Þór Karlsson 2, Matthías Örn Halldórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×