Íslenski boltinn

Fjölnir framlengir við sína efnilegustu leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birnir Snær og Hans Viktor ásamt Árna Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Fjölnis, er samningarnir voru hansalaðir í Egilshöll í gær.
Birnir Snær og Hans Viktor ásamt Árna Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Fjölnis, er samningarnir voru hansalaðir í Egilshöll í gær. mynd/fjölnir
Fjölnir hefur framlengt samninga tveggja af efnilegustu leikmönnum liðsins, Birnis Snæs Ingasonar og Hans Viktors Guðmundssonar.

Birnir Snær og Hans Viktor, sem eru tvítugir, voru báðir fastamenn í liði Fjölnis sem náði besta árangri í sögu félagsins í sumar. Grafarvogsliðið endaði í 4. sæti Pepsi-deildarinnar og missti naumlega af Evrópusæti.

Birnir Snær lék 15 deildarleiki með Fjölni á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk. Hann hefur alls leikið 20 leiki í efstu deild og skorað þrjú mörk.

Hans Viktor lék 19 af 22 leikjum Fjölnis í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Hann var valinn í U-21 árs landsliðið í sumar en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×