Innlent

Fjölmennt í miðbænum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fullt var út úr dyrum Krambúðarinnar á öðrum tímanum í dag.
Fullt var út úr dyrum Krambúðarinnar á öðrum tímanum í dag. vísir/ktd
Fjölmennt er í miðbæ Reykjavíkur þessa stundina þrátt fyrir að verslanir séu flestar lokaðar. Ferðamenn eru á hverju strái og er fullt út úr dyrum nær alls staðar þar sem opið er.

Kaffihúsin Babalú og París eru opin í dag en þar er þétt setið. Þá hefur verið mikið að gera í Krambúðinni við Skólavörðustíg í dag en verslunin var opnuð klukkan 12. Pétursbúð við Ránargötu var einnig opin í dag.

Ferðamenn virtust njóta veðursins enda eflaust margir mættir til Íslands til að upplifa hvít jól. Nokkrir voru í óðaönn að byggja snjókarl á Austurvelli þegar blaðamaður átti leið framhjá og sömuleiðis fengu endurnar við Tjörnina góða gesti.

Nokkrir veitingastaðir eru jafnframt opnir en sjá má alla opnunartíma á vefsíðunni visitreykjavik.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×