Lífið

Fjölmennasta „selfie“ sem tekin hefur á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið stuð út í Eyjum.
Mikið stuð út í Eyjum. vísir/óskar
Heimamaðurinn Bjarni Ólafur hefur verið kynnir á stóra sviðinu í Herjólfsdal í fjölda ára og um helgina bætist við hlutverk hans því hann mun taka það sem væntanlega verður fjölmennasta selfie-mynd sem tekin hefur verið hér á landi.

Myndin verður tekin á sunnudagskvöldið þegar gleðin stendur sem hæst á lokakvöldi Þjóðhátíðar með bakið í fimmtán til tuttugu þúsund manns í Brekkunni.

Þjóðhátíð verður formlega sett í dag og streyma nú þúsundir gesta til Eyja. Þjóðhátíð í Eyjum fer fram 31. júlí - 2.ágúst og í ár - fram koma: Sálin hans Jóns Míns, FM Belfast, AmabAdamA, Páll Óskar, Ný Dönsk, Júníus Meyvant, Land & Synir, Sóldögg, Maus, Bubbi & Dimma, Jón Jónsson, Friðrik Dór, FM95Blö, Buff ásamt gestum, Sverrir Bergmann & Halldór Gunnar og Ingó & Veðurguðirnir!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×