Erlent

Fjölmenn mótmæli í London: Bretar til stuðnings Brown

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmælin voru hávær en fóru friðsamlega fram.
Mótmælin voru hávær en fóru friðsamlega fram. vísir/getty
Yfir þúsund manns mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Lundúnum í dag og kvöld. Mótmælin voru haldin vegna ákvörðunar kviðdómsins í Missouri í Bandaríkjunum þess efnis að ekki væri ástæða til að ákæra lögreglumann sem skaut blökkupiltinn Michael Brown í smábænum Ferguson í ágúst.

Mótmælin voru afar hávær en fóru friðsamlega fram. Margir héldu á skiltum með áletruninni „Fangelsið rasistalöggur“ og „Líf svartra skiptir máli“ en aðrir héldu á kertum. Þá var mínútu þögn til að minnast allra þeirra sem fallið hafa fyrir hendi lögreglumanna um heim allan.  Mótmælendurnir gengu síðan allir saman niður Oxfordstræti.


Tengdar fréttir

Mótmæli breiðast út til annarra borga

Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana í ágúst sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“.

Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms

Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu.

Óeirðir í kjölfar sýknunar

Allt logaði í mótmælum víða í Bandaríkjunum í gær eftir að niðurstaða kviðdóms var kynnt í máli lögreglumanns sem varð Michael Brown að bana.

Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson

Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson.

Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn

Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×