Erlent

Fjölmargir slasaðir eftir skjálftana á Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftarnir í gær fundust víða um Ítalíu en betur virðist hafa farið en á horfði því fáir eru alvarlega slasaðir.
Skjálftarnir í gær fundust víða um Ítalíu en betur virðist hafa farið en á horfði því fáir eru alvarlega slasaðir. Vísir/AFP
Tugir slösuðust í jarðskjálftunum öflugu sem riðu yfir miðhluta Ítalíu síðdegis í gær. Engar fregnir hafa þó borist af banaslysum.

Fyrri skjálftinn var 5,5 stig og reið hann yfir skammt frá bænum Visso í Macerata héraði og tveimur tímum síðar kom annar enn stærri, eða 6,1 stig á sömu slóðum.

Svæðið  hefur ekki farið varhluta af stórum skjálftum undanfarið því í ágúst fórust 300 manns í bænum Amatrice þegar stór skjálfti reið þar yfir.

Skjálftarnir í gær fundust víða um Ítalíu en betur virðist hafa farið en á horfði því fáir eru alvarlega slasaðir.

Enn er verið að meta tjónið en slæmt veður á svæðinu hefur hamlað björgunarstörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×