SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 18:30

Miđstöđ Boltavaktarinnar | Pepsi-deildin á einum stađ

SPORT

Fjölmargir ökumenn undir áhrifum í nótt

 
Innlent
09:45 06. FEBRÚAR 2016
Fjölmargir ökumenn undir áhrifum í nótt
VÍSIR/VILHELM

Lögreglan þurfti að hafa sig alla við að sinna þeim fjöldamörgu tilkynningum sem henni bárust í nótt, ekki síst vegna einkennilegs ökulags fjöldamargra bílstjóra í höfuðborginni.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að ekki færri en sex ökumenn hafi verið teknir úr umferð í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Þá var lögreglunni einnig tilkynnt um tvö umferðaróhöpp. Annað þeirra átti sér stað á gatnamótum Álfheima og Suðurlandsbraut á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar skullu saman tvær bifreiðar og voru þrír fluttir á slysadeild vegna þessa.

Þá var einn dópaður ökumaður valdur að slíku umferðaróhappi á fjórða tímanum í nótt. Hann var handtekinn á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar og er gert ráð fyrir því að hann verði yfirheyrður í dag þegar búið er að renna af honum.

Laust fyrir klukkan fimm í morgun þurfti lögreglan að hafa afskipti af konu sem lá sofandi utandyra við skemmtistað í miðbænum. Að sögn lögreglunnar var ekki unnt að koma konunni til síns heima og því hafi hún verið vistuð í fangageymslu. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fjölmargir ökumenn undir áhrifum í nótt
Fara efst