Fótbolti

Fjöldi meta féll í stórsigri Þjóðverja í gær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þjóðverjar unnu sögulegan sigur í gær.
Þjóðverjar unnu sögulegan sigur í gær. vísir/getty
Þýskaland leikur til úrslita á HM 2014 í fótbolta eftir stórsigur, 7-1, á Brasilíu í Belo Horizonte í gærkvöldi.

  • Leikurinn var vægast sagt sögulegur og féll fjöldi meta í þessum stórsigri. Hér má sjá þrettán af þeim metum sem voru bætt eða jöfnuð í þessum ótrúlega fótboltaleik.

  • Engin gestgjafaþjóð á HM hefur tapað leik stærra en Brasilía gerði í gær

  • Brasilía tapaði með mesta mun í sinni sögu á HM

  • Brasilía tapaði sínum fyrsta mótsleik á heimavelli síðan 1975

  • Brasilía fékk á sig sex mörk í leik á HM í fyrsta skipti í sögunni

  • Brasilía fékk á sig fjögur mörk í leik á HM í fyrsta skipti síðan 1954

  • Þýskaland varð fyrsta liðið til að skora sjö mörk í undanúrslitaleik á HM

  • Þýskaland komst í úrslitaleikinn í áttunda sinn sem er met

  • Þýskaland er nú búið að skora 228 mörk á HM í gegnum tíðina, fleiri en nokkuð annað lið

  • Miroslav Klose er nú markahæstur í sögu HM með 16 mörk eftir að skora í gær

  • Miroslav Klose hefur nú unnið 16 leiki í lokakeppni HM, jafnmarga og Cafú, fyrrverandi landsliðsmaður Brasilíu

  • Miroslav Klose varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í fjórum undanúrslitaleikjum á HM

  • Thomas Müller varð í gær þriðji leikmaðurinn til að skora 5 mörk eða fleiri á tveimur HM, á eftir Klose og Cubillas frá Perú.

  • Aðeins þrjú lið hafa verið 5-0 undir í hálfleik í HM-sögunni: Haítí og Zaire '74 og Brasilía 2014.

Tengdar fréttir

Takk! Við elskum ykkur

Þýskir fjölmiðlar ganga af göflunum eftir sigurinn á Brasilíu í kvöld.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×