Erlent

Fjöldi heimila hefur brunnið í skógareldum í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Miklir skógareldar hafa nú logað í Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum síðan á mánudaginn. Samkvæmt embættismönnum á svæðinu hafa nú 110 heimili brunnið og þar að auki hafa 90 heimili skemmst.

Samkvæmt AP fréttaveitunni fóru eldarnir um á miklum hraða og tóku rúmlega 2.500 manns þátt í slökkvistarfinu. Fjöldi fólks var fluttur af heimilum sínum. Meðal húsa sem hafa brunnið eru tvær kirkjur, heimili slökkviliðsmanna, félagsheimili og bókasafn.

Í gær lægði vind töluvert á svæðinu og við þær aðstæður náðu slökkviliðsmenn töluverðum árangri við að hefta útbreiðslu eldanna.

Það sem af er þessu ári hafa rúmlega fjögur þúsund skógareldar logað í Kaliforníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×