Innlent

Fjöldi bílaleigubíla fimmfaldast á tíu árum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Fjöldi bílaleigubíla hér á landi hefur nærri fimmfaldast á síðustu tíu árum og eru þeir rúmlega átján þúsund. Á sama tíma hefur dregið verulega úr tjóni á bílaleigubílum vegna hálendisaksturs.

Árið 2005 vorur rétt tæplega 3.900 bílaleigubílar skráðir hér á landi en eru rúmlega 18 þúsund í dag. Fjöldinn hefur þannig nærri fimmfaldast á tíu árum og þrefaldast bara frá árinu 2010.

Þorsteinn Þorgeirsson framkvæmdastjóri bílaleigunnar AVIS segir að íslenskt vegakerfi ráði vel við þessa fjölgun en aðalatriðið sé að dreifa álaginu jafnt um allt land.

Fyrir nokkrum árum var algengt að sjá ferðamenn á litlum bílaleigubílum á hálendinu en Þorsteinn segir að dregið hafi verulega úr þessu með aukinni upplýsingagjöf til ferðamanna. Hálendisgæslan hafi einnig náð að koma í veg fyrir slíka umferð.

„Smábílarnir voru út um allt og þetta var að skapa vandamál. Það var mikið um skemmdir á undirvögnum sem við sjáum varla í dag,“ segir Þorsteinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×