Erlent

Fjöldamorð í Texas

Heimir Már Pétursson skrifar
Fjölskylduharmleikur en hér getur að líta svipmynd nálægt vettvangi voðaverkanna í gærkvöldi.
Fjölskylduharmleikur en hér getur að líta svipmynd nálægt vettvangi voðaverkanna í gærkvöldi. ap
Að minnsta kosti sex manns féllu í skotárás í Spring, úthverfi Houston í Texas, í gærkvöldi. 

Meðal hinna látnu eru fjögur börn og tveir fullorðnir. Fimm fundust látin á morðstaðnum en að auki voru eitt barn og fullorðin manneskja flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem barnið lést en hinn fullorðni er sagður í bráðri lífshættu.

Byssumaðurinn komst undan í bíl en lögregla veitti honum eftirför í um hálfa klukkustund, þar til henni tókst að króa hann af nokkrum kílómetrum frá morðstaðnum þar sem henni tókst eftir nokkrar klukkustundir að semja við hann um uppgjöf. Dagblaðið Huston Cronicle hefur eftir lögreglumanni að kona á morðstaðnum hafi sagt að morðin hafi átt sér stað eftir að deilur komu upp við fjölskyldumeðlim sem sagt hafi skilið við fjölskylduna sem í hlut á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×