Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð vegna úrhellis á Seyðisfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Ferðamennirnir hafa komið sér fyrir í íþróttahúsi Seyðisfjarðar.
Ferðamennirnir hafa komið sér fyrir í íþróttahúsi Seyðisfjarðar. Mynd/Guðjón
Seyðisfjarðardeild Rauða krossins opnaði í kvöld fjöldahjálparstöð fyrir ferðamenn vegna úrhellisrigningar á Seyðisfirði. Guðjón Sigurðsson, formaður Seyðisfjarðardeildar Rauða krossins, segir að tíu ferðamenn haldi nú til í hjálparstöðinni í íþróttahúsinu í bænum.

Guðjón telur líklegt að þeim muni þó fjölga þegar líði á kvöldið og nóttina. Fjöldahjálparstöðin er hugsuð fyrir þá ferðamenn sem ætluðu að gista í tjöldum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Seyðisfirði manna fjöldahjálparstöðina.

„Það er búið að rigna heil ósköp. Það má segja að tjaldstæðið sé á floti. Tjöldin voru komin á flot og það má eiginlega segja að það voru komnar sundlaugar í þeim.“

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands hefur rigningin verið 75,5 millimetrar á Seyðisfirði í dag. Hún hefur hins vegar verið 99 millimetrar á Dalatanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×