Erlent

Fjöldagröf finnst í Palmyra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hringleikahúsið í Palmyra er á heimsminjaskrá.
Hringleikahúsið í Palmyra er á heimsminjaskrá. NordicPhotos/afp
Sýrlenskt herlið hefur fundið fjöldagröf þar sem grafin eru um 40 lík í sýrlensku borginni Palmyra. Stjórnarherinn frelsaði borgina nýlega úr haldi ISIS.

Í gröfinni, sem fannst við norðaustur hluta borgarinnar fundust lík karla, kvenna og barna. Samkvæmt heimildum fréttastofu AFP var búið að hálshöggva sum þeirra.

Í gröfinni fundust bæði lík hermanna og embættismanna en einnig almennra borgara. Búið er að flytja líkin til borgarinnar Homs þar sem reynt verður að bera kennsl á þau.

Skammt er síðan sýrlenski stjórnarherinn náði aftur tökum á borginni sem hafði verið undur yfirráðum ISIS frá því í maí á síðasta ári.

Talið er að ISIS-liðar hafi tekið allt að 280 íbúa borgarinnar af lífa auk þess sem að þeir frömdu skemmarverk á ómetanlegum fornminjum sem finna má í borginni og eru á heimsminjaskrá Unesco.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×