Menning

Fjóla mætir í Sagnakaffi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Fjóla ætlar að segja frá sambandi sínu við eiginmanninn.
Fjóla ætlar að segja frá sambandi sínu við eiginmanninn.
Sagnakaffi er nýleg viðburðaröð í Gerðubergi á miðvikudagskvöldum. Þar eru sagðar sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik.

Annað kvöld, miðvikudag,  er yfirskrift sagnakaffis Sambönd … í gegnum súrt og sætt. Þar ætlar Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona að mæta í hlutverki Fjólu sem varð til í áramótaskaupinu 1989 og Fjóla mun segja frá sambandi sínu við eiginmanninn Friðrik og gefa gestum hollráð.

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig í frásagnarlistinni og allir eru velkomnir, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×