Innlent

Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tveir mannanna höfðu ræktað kannabis í íbúð í Engihjalla.
Tveir mannanna höfðu ræktað kannabis í íbúð í Engihjalla. vísir
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi fyrir að hafa ræktað og selt kannabis í íbúð í Engihjalla í Kópavogi. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi. Refsing þeirra var bundin skilorði til tveggja ára.

Við húsleit hjá mönnunum tveimur í febrúar fundust 149 kannabisplöntur auk rúmlega kílógramms af kannabislaufum. Þá fundust einnig tæplega fimmtán grömm af marijúana.

Þá var rúmlega tvítugur karlmaður dæmdur í 75 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa ítrekað haft í fórum sínum ýmis fíkniefni á undanförnu ári. Refsing hans var einnig bundin skilorði til tveggja ára en þar að auki þurfti hann að sæta upptöku á tæplega 600 grömmum af marijúana, 42 grömmum af hassi, tæpum tveimur grömmum af hassi auk átta MDMA-töflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×