Erlent

Fjögurra hæða hús hrundi í París

Húsið er rústir einar
Húsið er rústir einar VÍSIR/AFP
Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru fastir í rústum fjögurra hæða byggingar sem hrundi í París, höfuðborg Frakklands í gærkvöldi.

Húsið hrundi eftir að gassprenging hafði orðið í því og er talið að sex hið minnsta séu fastir í rústum hússins og segir borgarstjóri Parísar að enn sé von til þess að finna fólk á lífi.

Á meðal þeirra sem létust var átta ára gamalt barn og eldri kona. Tugur íbúa við götuna slasaðist einnig en sprengingin mun hafa verið afar öflug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×