Lífið

Fjögurra daga partýmaraþon Usain Bolt

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Usain Bolt eyddi greinilega ekki allri orku sinni á Ólympíuleikunum í Ríó.
Usain Bolt eyddi greinilega ekki allri orku sinni á Ólympíuleikunum í Ríó. Vísir/Getty
Usain Bolt hefur verið í fjögurra daga partí-maraþoni eftir að hafa unnið þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Íþróttamaðurinn flaug beint til London að leikum loknum til þess að fagna árangri sínum ásamt vinum og vandamönnum.

Töluvert hefur verið um það í lok hvers kvölds að hópur föngulegra kvenna hafi mætt á hótelið hans eftir daggóða skemmtun á næturklúbbum borgarinnar.

Daily Mail greinir frá því að bar reikningur hans eftir eitt kvöldið hafi verið tæp ein milljón króna. Hann sjálfur er þó sagður aðeins hafa drukkið tvö glös af Bailey‘s en restinni splæsti hann á vini sína og aðra gesti staðarins.

Bolt skemmti sér konunglega og er sagður hafa dansað ögrandi dans við þekkta breska fyrirsætu að nafni Erica Carvalho. Hún og fjöldi vinkvenna hennar fylgdu svo Usain Bolt og vinum hans á hótelið hans þar sem maraþoninu var haldið áfram fram eftir morgni.

Breski hástökkvarinn og silfurverðlaunahafinn Germaine Mason, sem fæddist í Jamaíka, var á meðal þeirra sem skemmtu sér með Bolt.


Tengdar fréttir

Þrenna hjá Usain Bolt þriðju Ólympíuleikana í röð

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann í nótt þriðju gullverðlaun sín á Ólympíuleikunum í Ríó og hefur nú unnið gullþrennu á þremur leikum í röð en því hefur enginn annar náð í sögu Ólympíuleikanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×