Erlent

Fjögurra ára drengur látinn fremja aftökur

Samúel Karl Ólason skrifar
Drengurinn látinn fagna eftir sprenginguna.
Drengurinn látinn fagna eftir sprenginguna.
Íslamska ríkið birti í gær myndband þar sem fjögurra ára drengur er látinn fremja aftökur á föngum samtakanna. Hann er látinn sprengja bíl í loft upp en í honum sátu þrír menn sem sakaðir eru um að hafa unnið fyrir breska ríkið og sprengt bílasprengjur í Raqqa.

Drengurinn er talinn vera breskur og er sagður heita Isa Dare. Móðir hans tók hann með sér til Sýrlands árið 2012. Hún giftist sænskum vígamanni samtakanna, en hann er talinn hafa fallið. Isa birtist fyrst í áróðursmyndbandi ISIS fyrir um mánuði síðan.

Isa Dare sést ýta á sprengjuhnappinn.
Samtökin hafa margsinnis notað börn í aftökum samtakanna og stæra sig oft af því að þjálfa ung börn til hernaðar.

Mennirnir þrír sem voru teknir af lífi voru sakaðir um að starfa fyrir bresk yfirvöld og að hafa sprengt bílasprengjur í Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins.


Tengdar fréttir

Vilja taka ISIS af netinu

Stjórnvöld Írak biðla nú til gervihnattafyrirtækja að stöðva streymi til yfirráðasvæðin hryðjuverkasamtakanna.

Staðfesta dauða Jihadi John

Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×