Erlent

Fjögur þúsund opinberir starfsmenn reknir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. vísir/afp
Hátt í fjögur þúsund opinberum starfsmönnum var í Tyrklandi í dag sagt upp störfum. Um er að ræða yfir eitt þúsund starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og álíka fjölda úr hernum.

Uppsagnirnar eru liður í hreinsunum Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraun hersins í fyrra. Forsetinn telur hreyfingu klerksins Fethullah Gulen standa að baki tilrauninni og eru því allir þeir sem taldir eru hafa tengsl við hana reknir úr starfi eða handteknir.

Tyrknesk yfirvöld sögðu í yfirlýsingu sinni að þeir sem voru reknir í dag séu grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök og þarf af leiðandi ógn við þjóðaröryggi landsins.

Þá var einnig fyrirskipað í dag um að óheimilt væri að sýna stefnumótaþætti í sjónvarpi, auk þess sem lokað fyrir aðgang að vefalfræðiorðabókinni Wikipedia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×