Innlent

Fjögur þúsund fyrirspurnir til Neytendasamtakanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Rúmlega 4.100 fyrirspurnir bárust Neytendasamtökunum á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem er rúmlega 30 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram á vef samtakanna. Í nærri þriðjungi tilvika var um að ræða fyrirspurnir vegna vörukaupa en þar eftir komu erindi vegna þjónustukaupa.

Flestir neytendur höfðu samband símleiðis en einnig kom fólk á skrifstofu samtakanna. Jafnframt var nokkuð um erindi sem bárust með tölvupósti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×