Innlent

Fjársvik í nafni Blindrafélagsins

Höskuldur Kári Schram skrifar

Blindrafélag Íslands íhugar að leggja fram kæru á hendur manni sem í heimildarleysi sendi innheimtuseðla á mörg hundruð styrktaraðila. Maðurinn ætlaði með þessu að nýta sér nafn Blindrafélagsins til að verða sér úti um pening.

Maðurinn sem hér um ræðir var fenginn fyrir nokkrum árum til að hafa yfirumsjón með fjáröflunarverkefni á vegum ungmennadeildar Blindrafélagsins.

Maðurinn var á sérstökum samningi við Blindrafélagið og fékk ákveðnar prósentur af innheimtu.

Verkefninu var hins hætt á síðasta ári og samið um það að engar frekari innheimtur færu fram.

Á mánudaginn lét maðurinn hins vegar senda út svona innheimtuviðvaranir á mörg hundruð stuðningsaðila Blindrafélagsins, af því virðist í fullkomnu heimildarleysi. Innheimtubréfin voru meðal annars send á einstaklingar sem fyrir löngu voru búnir að greiða styrkinn.

Maðurinn virðist hafa vonast til þess að geta stungið innheimtuþóknun vegna þessa í eigin vasa.

Blindrafélagið hefur hins vegar látið stöðva allar innheimtur og beinir þeim tilmælum fólks sem nú þegar hefur borgað þessa innheimtuseðla að setja sig í samband við félagið.

Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að félagið væri nú að íhuga að leggja fram kæru á hendur manninum. Kristinn sagði þó að ekki um háar fjárhæðir að ræða og að maðurinn hefði mesta lagi geta haft nokkra tugi þúsunda króna upp úr krafsinu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×